Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Vetur konungur í öllu sínu veldi

Já það er alveg ábyggilegt að veturinn er kominn, þvílíkur snjór... En allavegana þá var ég að vinna helgina fyrir viku og fór alltaf heim á Grenivík í milli, var bara á morgunvöktum og vaknaði bara fyrr til að bruna í bæinn. Svo á mánudagsmorguninn lagði ég aftur af stað og þá var svona aðeins byrjað að snjóa en samt alveg nokkuð greiðfært og ég bara brunaði í bæinn nema hvað að þegar ég var komin rétt framhjá laufás þá bara fór kúplingin í bílnum:S þannig að ég þurfti að stoppa og hringdi heim í mömmu alveg í sjokki og þá var Ingvi ræstur útWhistling hann kom á bílnum hennar mömmu og ég fékk svo að fara á honum inná Ak, kom samt 20 mín of seinnt í vinnuna en það varð að hafa það. Svo fékk ég Damian til að koma með mér úteftir um kvöldið svo við gætum keyrt saman á hanns bíl í vinnuna. En á þriðjudagsmorguninn var sko búið að snjóa! en við lögðum samt af stað og við bókstaflega sköfuðum götuna með bílnum og á tímabili sást EKKERT! Damian lét samt bara vaða áfram. En hvað haldiði þegar við vorum komin aðeins lengra en Laufás þá festum við okkur!! En það komu nokkrir strákar (tilbúnir á rjúpnaveiðar) og hjálpuðu okkur að losa bílinn og sögðu okkur að það væri ekkert vit í að fara lengra því þetta myndi bara versna. Þannig að við þurftum að bíða eftir að búið væri að moka veginn og aftur kom ég 20 mín of seinnt í vinnuna, 2 daga í röð!!Undecided þetta var nú meira ævintýrið... en bíllinn minn er svo kominn í lag og ég fór aftur á Grenivík á fimtudagskvöldið því ég var komin í 5 daga frí og svo var maður bara fastur þarna yfir helgina því það var ekkert mokað fyr en á sun kvöldið. Það myndaðist einhver 2m hár skafl á leiðinni sem þeir (vegagerðin) voru í vandræðum með að komast yfir. En Damian var hjá mér og við höfðum það bara kósí. Ég fór á snjósleða í gær og það ver geggjað eins og vanalega, en samt eiginlega skemmtilegra því snjórinn var svo nýr og það var æði að láta sig bara gossaW00t ég er líka með alveg þokkalega strengi í dag! hehe

En svo er ég bara að vinna 1 vakt í fyrramálið og aftur komin í frí, bara 2 daga en samtLoL ljúft líf... það er líka dansæfing á morgun sem er bara snilld.

En jæja ég ætla að fara að læra, held að það sé ekki svo vitlaustCool og vona að kallinn fari bráðum að koma heim...


nokkrir punktar bara

Kominn tími á smá innskot hérna:)

  • Það eru allir í rugli útaf blessuðu krónunni og þessum stjórnmálamönnum og bankaköllum og ég veit ekki hvað og hvað. En ég er nú ekki mikið að velta mér upp úr þessu.
  • Ég tók slátur með mömmu um daginn, svaka stuð:)
  • Það lýtur allt út fyrir að það sé kominn vetur, allt í snjó og svona
  • Ég verð að viðurkenna að ég fæ svona jólafiðring annað slagið:p
  • Fuglarnir eru á blindafyllerí, ég var að keyra frá Grenivík og þeir flugu bara sikksakk yfir veginn og ekkert að spá í að það væri hægt að keyra á þá.
  • Vallholt er næstum til:D:D:D
  •  Ég er lúin og ætla að fara að sofa núna...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband