Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Tikktakktikktakk

  • Eigum við eitthvað að ræða það hvað það er orðið dýrt að lifa!? Maður þarf bara að fara að hjóla og lifa á núðlusúpum eða eitthvað! Þetta er svakalegt.. en við skulum nú vona að þetta fari skánandi..
  • Annars er bara allt fínt að frétta. Ég er búin að fara aftur í fjallið sem var voða stuð! Fór meira að segja uppí strýtu og allt, sko migCool Var líka þokklega þreytt eftir það ævintýriSleeping
P1050125
  • Ég læt mig bara enn dreyma um að fara til útlanda og slappa af á einhverri sólarströnd og verlsa mér föt og skó og töskur og skartgripi og bara allt! En ætli það verði ekki að bíða betri tíma. Langar líka í klippingu og litun og plokkun og litun! En jæja þýðir nokkuð að kvarta og kveina endalaust?
  • En tölum um annað, ég var að horfa á Bandið hans Bubba í gær sem er ekki frásögu færandi en Palli var gestadómari, og mér finnst hann svo mikill snillingur! Það er líka eitthvað vit í því sem hann segir þegar hann er að gagnrýna fólk. Hann segir eitthvað hjálplegt og uppbyggjandiJoyful hann er lang flottastur að mínu mati!InLove
  • Við erum samt að tala um það að snjórinn hefur ekki farið í allavegana mánuð!!! Það er reyndar mjög fínt að hafa snjó þegar manni langar í fjallið eða á snjósleða en það verður líka mjög gaman að fá sumarið og jafnvel sletta aðeins úr klaufunum. Kannski taka eins og eina útilegu, hvað segiði stelpur?
  • Ég er búin að setja inn nokkrar myndir inná http://www.myspace.com/hrabbabj úr interrailinu sem ég var að fá hjá Sigrúnu núna um dagin:)
 P7170223Jæja kvitta svoPolice

Páskakanína

Gleðilega páska allir samanKissing

Ég og Adda fórum í fjallið í gær (loksins að maður dreif sig) og það var ekkert smá gaman. Þetta var samt svoltið ævintýri. Þegar maður var að keyra uppeftir var bara hleypt bílunum upp í hollum, þannig að maður var svoltið lengi stopp og fór svo bara rétt aðeins áfram sem er nú kannski ekki alveg til frásögu færandi. Nema það að kagginn minn er eitthvað að bila. Hann byrjaði nebblega að ofhita sig!!!! Ég fékk svona nett í magann því seinast þegar þetta gerðist, fór hitamælirinn alveg upp og það byrjaði að rjúka úr bílnum og vatnið úr vatnskassanum flæddi útum allt. En við sluppum, ég þorði nú ekki annað en að leggja lengst í burtu í fyrsta stæði sem ég fann svo við myndum nú ekki lenda í neinu veseni, þannig að við byrjuðum á því að arka þarna upp með brettin og ég byrjaði nú bara strax að svitna þáBlush

Ég var svona næstum því búin að gleyma því hvað það er gaman að fara. Við vorum nú ansi smeykar um að við værum búnar að missa þetta allt niður en okkur til mikillar furðu stóðum við okkur ágætlega. Þetta var samt svoltið erfitt sko. Og aðal vesenið var að komast úr stólalyftunni, hehe í eitt skipti vorum við fara með einhverjum 2 strákum í lyftuna sem við þekktum nú ekkert og á leiðinni úr lyftunni reif Adda í annan strákinn (við vorum nebblega hálf valtar). Svo í eitt skiptið fórum við með 2 konum og ég var nú ekki svona nett á því eins og Adda, ég gjörsamlega rann á konuna við hliðina á mér sem endaði með því að við láum báðar kylliflatar!!!LoLLoL Mynnti svoltið á Brigdet Jone'sBandit En þetta var góður dagur!

En ætla ekki allir að djamma eins og brjálæðingar um páskana? ég held að ég verði nú hálf léleg núna þar sem ég er að vinna í kvöld og annað kvöld og bara nenni ekki neinu. Ég er reyndar orðin eitthvað óróleg. Mig langar að fara að gera eitthvað. Taka smá stelpu djamm fljótlega, Heiða og Tinna? Eftir 15. apríl er ég klár í slaginn (ef ég verð í fríi)Cool


Helgin

Við erum að tala um það að við fórum í leikhús á föstudagskvöldið, ég, Damian, Magdalena, Gosia og Stebbi og ÞVÍLÍK SNILLD!!! ég hló og hló og hló allan tíman hér um bil. Ég mæli alveg með þessu leikriti 100%. Maður verður bara að passa sig að gera sér ekki vonir en ég var alveg að fíla þettaPolice

Á föstudaginn kom líka lítill prins í heiminnHeart Harpa frænka og Björgvin voru að eignast lítinn strák sem er bara æðislega sætur! Við fórum og kíktum á þau á laugardaginn og þau voru bara flott.

Svo í dag, sunnudag, fór ég í fermingaveislu til Axels frænda sem var bara fínt:)

Þetta var alveg mögnuð helgi sko... Við stelpurnar erum líka að spá í því að fara að plana eitthvað djamm, ég er bara strax farin að hlakka til! langar svo í Mojito!!!!!!!!!


Life

Halló,

það er nú kannski ekki mikið að frétta síðan síðast. Það var dekur dagur hjá Víðihlíð föstudaginn 22. feb og það var algjör snilld! Við fórum í pottinn í Abaco og gátum valið um andlitsmaska, nudd, að fara í ljós og svona. Svo fóru sumar í blokkun og litun eða fótsnyrtingu. Ég fór bara í pottinn og fékk nudd, algjör snilld! Eftirá fórum hittumst við og borðuðum geggjað góðan mat sem 2 skvízur voru búnar að elda:D svo endaði partyið á Vélsmiðjunni þar sem Geirmundur var að spila ég stoppaði reyndar ósköp stutt þar...

Svo seinustu helgi byrjaði ég á því að hitta Tinnu og Heiðu á Amour á fimmtudeginum, á föstudeginum fórum við svo nokkrar gellur úr Glerárskóla út að borða á Greifan og svo heim til Hörpu og á laugardeginum var svo Árshátíð Akureyrarbæjar og þar var sko stuð! Við hittumst af deildinni heima hjá saumakonunni fyrir og þar bauð hún upp á einhvern drykk sem hún keypti einhverstaðar í útlöndum og hét Grappa eða eitthvað þvílíkt! þetta var bara svona eitt staup og mín nottlega skellti þessu í sig og þvílíkur VIÐBJÓÐUR!!! svipurinn á mér var ábyggilega svakalegur.... en það var mikið drukkið og mikið gaman.

En annars þá er ég alveg uppgefin í augnablikinu og rugluð í hausnum bæjó

Nadine

P1040996


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband