Færsluflokkur: Bloggar
Gleðilegt árið
13.1.2009 | 18:06
Kannski komin tími á nokkur orð hérna, jólin búin og svona...
Það er nú bara allt ágætt að frétta, ég nenni ekki að skrifa mikinn texta þannig að ég geri bara nokkra punkta:
- Jólin voru bara fín, var reyndar að vinna svoltið en það var allt í lagi
- Komst að því um áramótin hvað ég er lítill djammari, það var nó fyrir mig að fara bara annan í jólum.
- langar alveg gífurlega mikið að fara til útlanda í sumar, kannski svona í lok júlí byrjun ágúst.
- Fór í bíó í gær á Changeling og mæli alveg með henni, góð mynd og líka sönn saga, það skemmir aldrei.
- Stefni á að byrja í ræktinni í þessari eða næstu viku.
- Vá man ekki neitt meira í augnablikinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
I kiss you all starry eyed, my body's swinging from side to side
22.11.2008 | 11:48
Ahhh ligg ennþá uppí rúmi að letipurkast núna klukkan hálf 12:p það er bara þægilegt. Ég er í svona aðeins betra skapi en ég var í seinasta bloggi! Það er bara allt fínt að frétta, ég hitti Hönnu frænku á fimtudaginn og snúllann hennar hann Bjart, við þræddum markaðina hérna í bænum;) tónlistar og DVD, markaðinn í Sunnuhlíð og svona, fórum líka í Bakaríið við brúnna og Brynju:) svo um kvöldmatarleitið vorum við hjá ömmu og afa í mat og Hulda frænka kom með sinn snúlla þannig að ég var bara in heaven!!
Ég með Bjart og Hanna með Natan:* það er akkúrat viku munur á þeim, Natan er 1 viku eldri en það er sko þvílíkur stærðarmunur!
En já svo í gær byrjaði ég að taka upp jólaseríur og svona aðeins að setja útí glugga nema hvað, ég fann ekki nema helminginn af jóladótinu og hef ekki hugmynd um hinn! alveg týpískt... ég verð að leita betur í dag...
Ég og stelpurnar fórum svo í bíó í gærkvöldi á Nick and Norah's infinite playlist og ég mæli alveg með henni, svaka krúttleg mynd:) kannski ekki alveg fyrir einhverja gaura en þetta var fín stelpumynd.
Svo í dag ætla ég að fara á Grenivík því Hanna ætlar að fara með Bjart og ég ætla að fá að snúllast með hann meðan hún og mamma gera eitthvað:)
En þetta er orðið ágætt í bili, endilega kvitta.
Bæjó!
I don't see what anyone can see, in anyone else
But you ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Upps and downs
17.11.2008 | 13:24
- Jólin verða komin áður en maður veit af!
- Jólaskapið er ekkert farið að segja til sín (sem er mjög óvanalegt hjá mér)
- Ég er orðin hooked á einhverjum sjónvarpsþáttum (Grey's Anatomy, House, One Tree Hill, Lipstick Jungel og nýju 90210 seríunni)
- Horfi frekar á þessa þætti en að læra
- Verð að fara að læra meira!
- Ætla suður 4.-7. des, hitta fólk og klára að kaupa jólagjafri, jafnvel versla mér eitthvað fyrir gjafakortið í Smáralindina sem ég fékk frá systkynum mínum fyrir sunnan.
- Langar að byrja í ræktinni en á ekki pening í augnablikinu, þar sem jólin eru að koma og svona.
- Horfði á Juno aftur um daginn, þetta er sætasta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Ef þið eruð ekki búin að sjá hana mæli ég hiklaust með henni!
- Verð í fríi næstu helgi
- Langar að hætta að borða nammi og drekka gos! ég held að ég sé orðin Pepsi fíkill!!!
- Er alltaf í vondu skapi og fúl núna undanfarið!
- Er að spá í að fara að setja upp seríur fljótlega, kannski að jólaskapið komi eitthvað með því
- Komin með ógeð af öllu í kringum mig, langar stundum að fara eitthvað langt í burtu þar sem maður þarf aldrei að ganga í úlpu.
- Langar að skipta næstum því öllu útúr fataskápnum mínum!
- Er komin með ógeð af því að reyna alltaf að þóknast fólki og hugsa um hvað öðrum finnst.
- Er meira að segja að spá í að hætta því
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vetur konungur í öllu sínu veldi
27.10.2008 | 18:31
Já það er alveg ábyggilegt að veturinn er kominn, þvílíkur snjór... En allavegana þá var ég að vinna helgina fyrir viku og fór alltaf heim á Grenivík í milli, var bara á morgunvöktum og vaknaði bara fyrr til að bruna í bæinn. Svo á mánudagsmorguninn lagði ég aftur af stað og þá var svona aðeins byrjað að snjóa en samt alveg nokkuð greiðfært og ég bara brunaði í bæinn nema hvað að þegar ég var komin rétt framhjá laufás þá bara fór kúplingin í bílnum:S þannig að ég þurfti að stoppa og hringdi heim í mömmu alveg í sjokki og þá var Ingvi ræstur út hann kom á bílnum hennar mömmu og ég fékk svo að fara á honum inná Ak, kom samt 20 mín of seinnt í vinnuna en það varð að hafa það. Svo fékk ég Damian til að koma með mér úteftir um kvöldið svo við gætum keyrt saman á hanns bíl í vinnuna. En á þriðjudagsmorguninn var sko búið að snjóa! en við lögðum samt af stað og við bókstaflega sköfuðum götuna með bílnum og á tímabili sást EKKERT! Damian lét samt bara vaða áfram. En hvað haldiði þegar við vorum komin aðeins lengra en Laufás þá festum við okkur!! En það komu nokkrir strákar (tilbúnir á rjúpnaveiðar) og hjálpuðu okkur að losa bílinn og sögðu okkur að það væri ekkert vit í að fara lengra því þetta myndi bara versna. Þannig að við þurftum að bíða eftir að búið væri að moka veginn og aftur kom ég 20 mín of seinnt í vinnuna, 2 daga í röð!! þetta var nú meira ævintýrið... en bíllinn minn er svo kominn í lag og ég fór aftur á Grenivík á fimtudagskvöldið því ég var komin í 5 daga frí og svo var maður bara fastur þarna yfir helgina því það var ekkert mokað fyr en á sun kvöldið. Það myndaðist einhver 2m hár skafl á leiðinni sem þeir (vegagerðin) voru í vandræðum með að komast yfir. En Damian var hjá mér og við höfðum það bara kósí. Ég fór á snjósleða í gær og það ver geggjað eins og vanalega, en samt eiginlega skemmtilegra því snjórinn var svo nýr og það var æði að láta sig bara gossa ég er líka með alveg þokkalega strengi í dag! hehe
En svo er ég bara að vinna 1 vakt í fyrramálið og aftur komin í frí, bara 2 daga en samt ljúft líf... það er líka dansæfing á morgun sem er bara snilld.
En jæja ég ætla að fara að læra, held að það sé ekki svo vitlaust og vona að kallinn fari bráðum að koma heim...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
nokkrir punktar bara
4.10.2008 | 00:44
Kominn tími á smá innskot hérna:)
- Það eru allir í rugli útaf blessuðu krónunni og þessum stjórnmálamönnum og bankaköllum og ég veit ekki hvað og hvað. En ég er nú ekki mikið að velta mér upp úr þessu.
- Ég tók slátur með mömmu um daginn, svaka stuð:)
- Það lýtur allt út fyrir að það sé kominn vetur, allt í snjó og svona
- Ég verð að viðurkenna að ég fæ svona jólafiðring annað slagið:p
- Fuglarnir eru á blindafyllerí, ég var að keyra frá Grenivík og þeir flugu bara sikksakk yfir veginn og ekkert að spá í að það væri hægt að keyra á þá.
- Vallholt er næstum til:D:D:D
- Ég er lúin og ætla að fara að sofa núna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Quote for the day
19.9.2008 | 14:21
Fékk þetta sent í email og varð bara að setja þetta inn hérna
"Whatever you give a woman, she's going to multiply. If you give her sperm,
she'll give you a baby. If you give her a house, she'll give you a home .
If you give her groceries, she'll give you a meal. If you give her a smile,
she'll give you her heart. She multiplies and enlarges what is given to her.
So - if you give her any crap, you will receive a ton of shit."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
bara eitthvað
16.9.2008 | 14:32
Ég var að eyða 17.000kr í skólabækur og ég er ekki einusinni að fara í skóla! takk fyrir pent. Í staðin fyrir að fara í klippingu og litun sem er sko orðið vel tímabært... hvað er að verða um mig? en ég á ekkert að vera að kvarta, þetta er það sem mig langar!
En annars allt gott að frétta, ég var í fríi seinustu helgi og ég eyddi henni í Vallholti að mála og lakka! vúhú! ég var samt orðin alveg bólufreðin á að vera í þessari lykt, aldrei gæti ég verið málari... En við erum að tala um það að ég vaknaði kl 8 á sunnudagsmorguninn til að fara úteftir og klára þetta, ég held að ég hafi aldrei í mínu lífi vaknað svona snemma á sunnudegi ef ég var ekki að fara í vinnu. En þetta er allt að koma og við getum vonandi flutt almenninlega inn bráðum. Það verður alveg yndislegt, þetta er svo fínt þarna, allt glænýtt og svona. Og Adda, Heiða og Tinna ég býð ykkur í mat einhverntíman þegar Adda er fyrir norðan (svona ef þið nennið að keyra þangað), þið gætuð bara sameinað í bíl?
Á morgun ætlum við mamma svo að fara í steinanudd mamma ætlaði meðal annars að gefa mér það í afmælisgjöf og við ætluðum að fara fyrir löngu en það einhvernveginn var alltaf eitthvað sem kom í veg fyrir það þannig að það verður þvílíkt kósí á morgun!!
En þetta verður nú bara stutt og laggott núna, þarf að drífa mig í vinnunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Letipurka
12.9.2008 | 14:21
Jæja þá er maður búinn að fá þriðja frændann Hanna frænka var að eignast lítinn strák núna 8. sept sem var rúmar 14 merkur og um 52cm ég er alveg í skýjunum. Þessi litlu krútt eru svo æðisleg. Ég og mamma fórum uppá sjúkrahús að kíkja á þau og ég hélt á honum heillengi og hann var bara æðislegur, svaf allan tímann! ohhh ég er sjúk!! en maður verður að hugsa um skólann...
Ég þarf að fara að drífa mig á skiptibókamarkaðinn í pennanum, ég fæ útborgað á mánudaginn og þá verður maður að fara og kaupa sér nokkrar vel valdar skólabækur gaman gaman... en ef ég ætla að komast inn næst þá borgar sig að vera DUGLEGUR!!!
Svo verð ég nú líka að fara að kaupa mér kort í ræktina, á morgun segir sá lati... en það gerist líka þegar ég fæ útborgað. Þá verður það harkan sex, og bara kál og vatn (segi ég ný búin að éta hambó, fröllur og kók). Nei nei ég ætla ekkert að fara útí neinar öfgar en maður er bara svoltið búinn að sleppa sér í sumar
En svo ætlum við Damian að flytja með annan fótinn á Grenivík, við fáum að vera þar í húsinu sem mamma og Ingvi eiga og voru að gera upp. Það verður yndislegt að við getum fengið að vera aðeins útaf fyrir okkur svona þegar við viljum. Ég fór á miðvikudaginn og var að mála gluggana og svo fer ég aftur á morgun til að fara aðra umferð, gaman gaman. Hehe svo fann ég borð sem ég gerði í smíðum í Glerárskóla og hafði málað það rautt og fínt þá og ég ákvað að prufa að mála það með hvítri lakkmálingu og það kom bara svona þokkalega vel út hehe, maður er svo mikill smiður.
En jæja er farin í vinnuna, endilega kvitta svo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Haustið að skella á...
2.9.2008 | 13:45
Jæja þá er maður kominn heim tl Akureyri og ég byrja að vinna aftur á eftir. Fyrsti dagurinn eftir svona frí er alltaf erfiðastur:p en það verður gott að fara að fá útborgað, er nefninlega búin að vera í launalausu fríi í 1 mánuð!! En það er búið að vera mjög gott, það var algjör snilld að vera með mömmu á Sigló, bara að geta dúllað sér svona og svo fórum við alltaf í sund á kvöldin. Algjör snilld. En við komum heim á föstudagskvöldið og það var líka mjög gott að knúsa Damma.
Á laugardaginn kíktum við aðeins í bæinn, fyrst um daginn og svo fórum við aftur um kvöldið og hlustuðum á Bubba og sáum svo einhverja tjáningu hjá menningarhúsinu...
Ég og Damian fórum svo í mat til mömmu á Grenivík á sunnudagskvöldið og ég og Damian vorum búin að lofa Baldvin og Kela að fara í fótbolta með þeim, ég og Baldvin á móti Damian og Kela og ég komst að því að ég kann ekkert í fótbolta og ég hef EKKERT þol!! nú verð ég að fara að kaupa mér kort í ræktina, svona þegar ég fæ útborgað
Svo í gær fór ég aftur á Grenivík til að hjálpa mömmu að gera til fyrir mig og Damian í Vallholti (húsinu sem mamma og Ingvi eru búin að vera að gera upp á Grenivík). Við ætlum að fá að vera þarna eitthvað, þæginlegt að geta farið þarna og verið bara tvö. Þetta er allt glænýtt, þau eru búin að gera allt upp og þetta er þvílíkt flott
Svo eru gleðifréttir!!! Hulda litla frænka eignaðist strák í gær!! 17 merkur og 54cm, stór strákur. Æji þetta er svo gaman. Mig dreymdi í nótt að ég og Damian ættum lítinn strák, mér fannst hundleiðinlegt að vakna hehe...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)