Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Alsæla

Jæja komin tími á nokkrar línur hérnaWhistling síðan seinast er ég orðin árinu eldri, alveg 22 ára! Afmælið mitt byrjaði á Dalvík á fiskideginum, ég og Damian fórum þangað með tengdó til að horfa á flugeldasýninguna. Svo keyrðum við í bæinn og duttum aðeins í það. Fórum svo niðrí bæ og þar var allt hálf dautt. Ég held að ég hafi aldrei séð svona fáa niðrí bæ á laugardagskvöldi og hvað þá um sumarTounge en við skemmtum okkur þokkalega vel. Svo daginn eftir vaknaði ég nú frekar seint og við fórum í keilu, spiluðum pool og svo um kvöldið fórum við í mat til mömmu og fengum hamborgarahrygg, jammíjammí...

 

 Ég er búin að vera í fríi úr vinnunni allan ágúst og þvílíkur lúxus. Ég var reyndar að passa fyrir mömmu í 2 vikur næstum en það var bara gaman. Við strákarnir fórum í sund og lékum okkur bara. Mamma er búin að vera að vinna á Siglufirði og við fórum og heimsóttum hana aðeins. Hún fór svo aftur þessa viku og ég ákvað að fara bara með henni og við höfum það bara mjög gott hérna. Við vorum að koma úr sundi núna áðan og það er bara eintóm sælaCool

Nokkrar myndir af sætu bræðrum mínum í lokin

Baldvin

 Keli í fótbolta

Baldvin sæti

 

Keli sæti

 


Í sól og sumaryl

Versló búin og áður en maður veit af verður sumarið það líkaPinch það er samt búið að vera alveg geggjað veður undanfarið! bara eins og maður sé í útlöndum.

En allavegana það er ekki mikið að frétta af mér. Ég er bara búin að vera að vinna síðan ég kom norður og haft það gott. Versló er svo búin að vera mjög fín, ég gerði nú ekki neitt á fös kvöldið en á lau kvöldið fór ég, Adda og Tinna á Friðrik V eftir að vera búin að drekka nokkra Mojito og svo niðrí bæ það var alveg ágætt en við entumst ekki lengi. Ég var komin heim um 3. Það var líka alveg viðbjóslega troðið í Sjallanum, það var ekki hægt að vera þarna, maður var bara troðinn niður. Það var samt alveg geðveikt gaman meðan við vorum að borða og svona, þá var mesta stuðiðPolice

En í gær fórum við svo á Akureyrarvöllinn til að byrja með og svo löbbuðum við heim, tókum eitt tívolítæki á leiðinni en fórum svo til Öddu og tókum okkur til og svona. Þar var líka drukkið Mojito (sem ég btw ELSKA). Við fórum svo svoltið seinnt niðrí bæ og Nadine kom með okkur í þetta skiptið. Við byrjuðum að fara á Kaffi Ak en vorum ekki alveg að fíla okkur þar og enduðum á Amour og þar var geðveikt gaman!!! Ég hef bara ekki skemmt mér svona vel lengi! Við vorum líka að fara heim um 6 leitið sem hefur ekki gerst mjög lengi hjá mér.

Dagurinn í dag er svo bara tekinn í letiSleeping nenni ekki neinu og er alveg heví þreytt.

 

Á næstuni er svo afmælið mitt:D og svo ætlum við mamma að fara í smá dekur saman, nudd eða eitthvað svoleiðis. Og svo er það bara að njóta þess að vera í fríi og þurfa ekki að vinna aftur fyr en í septemberBandit

En jæja ég er of þreytt til að vera að standa í þessu. Bara take care


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband