Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
raindrops
30.5.2008 | 19:43
- Einbeitingaskortur á háu stigi.
- Agalegur skjálfti sem var í gær.
- Eðlisfræði. Þarf að segja meira eða???
- Mig langar bara obbolega mikið í föt. Ég er bara að hugsa um hvað ég ætla að kaupa mér þegar ég er búin í þessu prófi.
- Á morgun er það félagsfræði og sálfræði
- Er alveg að verða massa driver í borginni
- Langar í bíó á Sex and the City
- Bæði Adda og Magda eru búnar að bjóð mér með
- en ég verð félagsskítur til og með 12. maí
- Þá dreg ég the girls með mér á djammið! (4 nonblondes???)
- Þarf að fara að læra
- langar að taka þetta próf með trukki!!!!! og komast inn!!!!
Take care
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
JARÐSKJÁLFTI!
29.5.2008 | 17:13
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sódóma
27.5.2008 | 13:40
Jæja þá er maður kominn í borg óttans, brjálað stuð... Adda og Margrét komu með mér suður sem var mjög gaman, það er svo leiðinlegt að keyra enn. Það var reyndar bongó blíða þegar við vorum á leiðinni og þvílíkur hiti! Og loftkælingin í bílnum mínum er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir sko. Svo fyrsta daginn sem maður vaknar hérna þá er bara skíta kuldi og skýjað og afskaplega óspennandi veður, svo heyrir maður bara af Spánar veðri þarna fyrir norðan. Það er reyndar ágætt að það sé svona veður hérna, maður nennir ekki að læra ef veðrið er of gott sko
En já ég er búin með 2 daga af þessu námskeiði sem hafa bara verið fínir. Mér til mikillar ánægju var Steinþóra þarna líka þannig að maður þekti einhvern. Ég á svo nottlega að vera að læra núna en það vanntar eitthvað smá uppá einbeitinguna. Mín bara sofnaði áðan og læti Ég er í því núna að læra stærðfræði sem mér finnst nú bara lúmskt skemmtileg ég er bara eitthvað þreytt, ég verð að reyna að komast yfir það...
Ég er svo alveg búin að ákveða það að þegar prófið er búið þá er ég á leiðinni beinnt í Kringluna eða Smáralindina (sem er hérna beinnt fyrir ofan hjá Öddu) eða bara bæði að versla mér FÖT!!!!! svo þarf ég líka að kaupa eitthvað handa Damma í afmælisgjöf, kallinn á afmæli á morgun eru einhverjar hugmydnir? ég er alveg tóm...
En jæja þetta er nú hund leiðinlegt blogg, þið bara verðið að fyrirgefa. Nú dríf ég mig bara í því að læra!
Chå
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eurovision í kvöld og allt að gerast
24.5.2008 | 14:45
Þetta er nú alveg að lyppast niður hjá mér, en það fer kannski eitthvað að lagast.
Eigum við eitthvað að tala um hvað Eurobandið stóð sig vel! ok ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég nú ekki alveg að fíla lagið fyrst og svona en þau voru æðisleg. Það geislaði af þeim á sviðinu og þau voru mjög örugg og þetta var nú aldrei spurning miðað við framistöðuna. Svo er ég líka ánægð með að allar norðurlandaþjóðirnar komust áfram bara gleði gleði... Þetta verður mjög spennandi í kvöld.
En ég og Damian vorum að flytja úr fínu íbúðinni okkar núna erum við komin í litla gamla herbergið okkar hjá tengdó, þetta er svoltið erfitt sko, koma öllu draslinu sem við erum búin að safna fyrir og svona. Þá er reyndar mjög gott að eiga mömmu sem á 2 hús Í vikunni sem leið erum við bara búin að vera að mála, ÞRÍFA, pakka og flytja. Og þegar það var búið tók við að raða upp í herberginu og koma öllu fyrir, fara nokkrar ferðir á Grenivík annaðhvort að ná í dót eða fara með dót. Þetta er örugglega eitt það leiðinlegasta sem ég hef gert á minni ævi og maður á pottþétt eftir að gera þetta nokkuð mörgum sinnum... En við náðum að klára þetta í gær og ég ákvað að þrífa bílinn minn í leiðinni þannig að nú er allt voða hreint og fínt.
Svo fer sko að líða að prófinu! Á morgun keyri ég suður og á mánudaginn byrjar námskeiðið. Ég er ekkert smá kvíðin fyrir þessu öllu saman, en ég vona að þetta bjargist allt og að ég komist inn!!! Ég er samt mjög fegina að Adda ætlar að koma með mér suður aftur, þá þarf ég ekki að keyra ein
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ok ég var kannski aðeins of fljót á mér:p
12.5.2008 | 01:27
Bara snjór og læti á föstudaginn!!!
En já það er nú kannski ekki mikið að frétta síðan seinast. Það bara styttist óðum í prófið, bara mánuður!!!! en það er bara spennandi
Við fórum austur núna um helgina að kíkja á pabba hans Damians og co og jiiii hvað litli bróðir hans, sem heitir by the way Kacper, er sætur!!!!!!! ó vá!!!
Take care
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)