Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Sumarið er komið
23.4.2008 | 12:48
Tja allavegana vorið, eða vonum það
Ég veit að ég stend mig nú ekki nógu vel í þessu bloggi, en það er nú ekki eins og aðsóknin sé eitthvað brjáluð þannig að ég er nú ekkert að stressa mig mikið. Annars er bara allt gott að frétta. Harpa frænka eignaðist lítinn prins um daginn hann er alveg æðislega sætur! Svo eru það Hanna frænka og Hulda (LITLA) frænka sem eru næstar, í sept. Þetta er spennandi. Mér finnst einhvernvegin allir í kringum mig óléttir eða eiga barn! ...maður er bara hálf útúr eitthvað nei ég segi svona, þetta er allt voða gaman. Það að eignast börn er ábyggilega það æðislegasta í heimi og það kemur einhverntíman röðin að manni
Ég hef nú bara verið að vinna, læra og fara í ræktina undanfarið. Lífið mitt hefur bara verið þannig seinustu daga. Sem er svosem ágætt nema það er komið sumar í mig og maður á svoltið erfitt með að vera inni að læra þá...
En vá ef ég á að segja eins og er þá bara hef ég ekkert meira að segja í bili... þannig að bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)