Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
I kiss you all starry eyed, my body's swinging from side to side
22.11.2008 | 11:48
Ahhh ligg ennþá uppí rúmi að letipurkast núna klukkan hálf 12:p það er bara þægilegt. Ég er í svona aðeins betra skapi en ég var í seinasta bloggi! Það er bara allt fínt að frétta, ég hitti Hönnu frænku á fimtudaginn og snúllann hennar hann Bjart, við þræddum markaðina hérna í bænum;) tónlistar og DVD, markaðinn í Sunnuhlíð og svona, fórum líka í Bakaríið við brúnna og Brynju:) svo um kvöldmatarleitið vorum við hjá ömmu og afa í mat og Hulda frænka kom með sinn snúlla þannig að ég var bara in heaven!!
Ég með Bjart og Hanna með Natan:* það er akkúrat viku munur á þeim, Natan er 1 viku eldri en það er sko þvílíkur stærðarmunur!
En já svo í gær byrjaði ég að taka upp jólaseríur og svona aðeins að setja útí glugga nema hvað, ég fann ekki nema helminginn af jóladótinu og hef ekki hugmynd um hinn! alveg týpískt... ég verð að leita betur í dag...
Ég og stelpurnar fórum svo í bíó í gærkvöldi á Nick and Norah's infinite playlist og ég mæli alveg með henni, svaka krúttleg mynd:) kannski ekki alveg fyrir einhverja gaura en þetta var fín stelpumynd.
Svo í dag ætla ég að fara á Grenivík því Hanna ætlar að fara með Bjart og ég ætla að fá að snúllast með hann meðan hún og mamma gera eitthvað:)
En þetta er orðið ágætt í bili, endilega kvitta.
Bæjó!
I don't see what anyone can see, in anyone else
But you ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Upps and downs
17.11.2008 | 13:24
- Jólin verða komin áður en maður veit af!
- Jólaskapið er ekkert farið að segja til sín (sem er mjög óvanalegt hjá mér)
- Ég er orðin hooked á einhverjum sjónvarpsþáttum (Grey's Anatomy, House, One Tree Hill, Lipstick Jungel og nýju 90210 seríunni)
- Horfi frekar á þessa þætti en að læra
- Verð að fara að læra meira!
- Ætla suður 4.-7. des, hitta fólk og klára að kaupa jólagjafri, jafnvel versla mér eitthvað fyrir gjafakortið í Smáralindina sem ég fékk frá systkynum mínum fyrir sunnan.
- Langar að byrja í ræktinni en á ekki pening í augnablikinu, þar sem jólin eru að koma og svona.
- Horfði á Juno aftur um daginn, þetta er sætasta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Ef þið eruð ekki búin að sjá hana mæli ég hiklaust með henni!
- Verð í fríi næstu helgi
- Langar að hætta að borða nammi og drekka gos! ég held að ég sé orðin Pepsi fíkill!!!
- Er alltaf í vondu skapi og fúl núna undanfarið!
- Er að spá í að fara að setja upp seríur fljótlega, kannski að jólaskapið komi eitthvað með því
- Komin með ógeð af öllu í kringum mig, langar stundum að fara eitthvað langt í burtu þar sem maður þarf aldrei að ganga í úlpu.
- Langar að skipta næstum því öllu útúr fataskápnum mínum!
- Er komin með ógeð af því að reyna alltaf að þóknast fólki og hugsa um hvað öðrum finnst.
- Er meira að segja að spá í að hætta því
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)