Alsæla
26.8.2008 | 22:04
Jæja komin tími á nokkrar línur hérna síðan seinast er ég orðin árinu eldri, alveg 22 ára! Afmælið mitt byrjaði á Dalvík á fiskideginum, ég og Damian fórum þangað með tengdó til að horfa á flugeldasýninguna. Svo keyrðum við í bæinn og duttum aðeins í það. Fórum svo niðrí bæ og þar var allt hálf dautt. Ég held að ég hafi aldrei séð svona fáa niðrí bæ á laugardagskvöldi og hvað þá um sumar en við skemmtum okkur þokkalega vel. Svo daginn eftir vaknaði ég nú frekar seint og við fórum í keilu, spiluðum pool og svo um kvöldið fórum við í mat til mömmu og fengum hamborgarahrygg, jammíjammí...
Ég er búin að vera í fríi úr vinnunni allan ágúst og þvílíkur lúxus. Ég var reyndar að passa fyrir mömmu í 2 vikur næstum en það var bara gaman. Við strákarnir fórum í sund og lékum okkur bara. Mamma er búin að vera að vinna á Siglufirði og við fórum og heimsóttum hana aðeins. Hún fór svo aftur þessa viku og ég ákvað að fara bara með henni og við höfum það bara mjög gott hérna. Við vorum að koma úr sundi núna áðan og það er bara eintóm sæla
Nokkrar myndir af sætu bræðrum mínum í lokin
Athugasemdir
jáá sæll hvað er Baldvin eiginlega orðin sætur , þeir eru bara æði bræður þínir !
ég er ánægð með þig að blogga, það styttir manni stundir þegar ég á að vera að læra hehe .. ég þarf einmitt að fara að endurvekja mína síðu
en ég held að það sé alveg komin tími til að við hittumst, mér finnst eins og ég hafi varla séð þig í allt sumar, heyrðu í mér þegar þú kemur til ak aftur og við getum kíkt á bláu könnuna eða farið í sund eða eithvað ;)
knús Heiða
Heiða Björg (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:04
segi það sama og Heiða...sæææll hvað eru þeir eila orðnir stórir?
sakna ykkar snúllurnar mínar! og þið Dammi eruð sko velkomin í heimsókn í vetur anytime:*
Adda (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:14
Já ég veit, þeir eru orðnir þvílíkt stórir, og sko Baldvin er alveg komin góða leið á gelgjuna
En já Heiða við verðum að fara að hittast, ég hef ekkert séð þig síðan ég veit ekki hvenær!
Og takk fyrir það Adda, ef við komum suður þá höfum við bak við eyrað
Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir, 28.8.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.