Sæbjúga
6.6.2008 | 12:22
Það er nú kannski ekki beint mikið í fréttum síðan seinast... bara búin að vera að gera það sama, læra... Ég er reyndar svona orðin svoltið stressuð, sérstaklega þegar ég fékk að vita að það eru 250 manns að reyna að komast inní lækninn og aðeins 48 komast inn!!! Ég ÆTLA að verða ein af þeim (verður maður ekki að hugsa svoleiðis?). Ég verð bara að geta notað það sem ég kann. Þetta námskeið sem ég hef verið á er líka mjög gagnlegt. Fullt af góðum glósum og svona. Þetta verður spennandi, bara 5 dagar í að prófið byrjar.
Annars er bara voða fínt að vera hérna í Kópavoginum, hann er alveg þokkalega heillandi. Ég og Adda fórum í göngutúr hérna um dalinn um daginn og það var alveg afskaplega kósí. Það var líka geggjað veður reyndar og sólsetrið alveg þvílíkt rómó;) hehe en þetta er mjög krúttulegt hérna.
Svo í gær var ég að passa litla bróðir minn og frænda hans (son systir Dídíar) og það var fjör. Þeir eru 4 og 5 ára þannig að þeir voru vel sprækir. Algjör krútt! Svo í kvöld er ég að fara í mat til ömmu og á morgun verð ég aðeins að passa fyrir pabba aftur. Og svo er það bara að halda áfram að læra læra læra... núna er það bara líffræðin og náttúrufræðin eftir, ég var í einum líffræðitíma í dag og svo eru bara 2 dagar eftir af námskeiðinu.
Þegar maður er að læra svona er maður ansi duglegur við að kíkja smá á einhverjar síður ég er t.d. búin að vera mjög mikið inná mbl og þar er nú margt áhugavert. Meðal annars þetta ísbjarnamál, það eru nú víst ansi skiptar skoðanir á þessu. Átti að skjóta hann eða ekki... ég get nú ekki svarað þessari spurningu, ég er eiginlega á báðum áttum. Það er auðvitað ekki hægt að hafa hann á vappi þarna ef það stafaði einhver hætta af honum. En það þarf kannski að gera einhverjar ráðstafanir fyrir svona hlutum. Ég er viss um að þessar aðgerðir sem gerðar voru eru ekki eitthvað til að bæta ímynd landsins.
Svo var ég að sjá að krakkar undi 20 ára meiga ekki tjalda á Akureyri í kringum bíladagana. Ok þetta á að vera svo fjölskylduvænn bær, en hvað um unglingana og þetta unga fólk, það virðist oft gleymast. Mér fannst allavegana mjög takmarkað fyrir mann að gera þegar ég var yngri. Það var bara hanga niðrí bæ og eitthvað. Æji það er bara mín skoðun að einhversstaðar verða þessi grey að fá að vera. Það er auðvitað ekki gott þegar maður sér svona unga krakka á fylleríi en það er bara þannig að ef þau ætla sér að drekka, þá gera þau það. Þau fara þá bara eitthvert annað. Það væri kannsi hægt að hafa einhvern stað þar sem hægt væri að hafa eftirlit með þeim og hægt að reyna að koma eitthvað í veg fyrir drykkjuskapinn. Svo er það nú oft þannig að eldra fólkið getur verið miklu verra en yngra fókið en ég hef svosem eingin svör við þessu, en það þyrfti kannski aðeins að hugsa um þetta.
En jæja þetta er orðið fínt, ég er bara farin að bulla eitthvað því ég nenni ekki að halda áfram að læra en ég verðað drífa mig áfram. Þetta gengur allavegana ekki.
Hafiði það gott í sumri og sól
Athugasemdir
wodda ?? er bróðir þinn orðin 4 ára !?!? sjitt ég hélt að hann væri svona 1-2 ára ., vá hvað tíminn flýgur
En þú átt bara að hugsa "ég kemst inn" og þá kemstu inn ! þú mátt líka vera stolt af því hvað þú ert búin að vera dugleg að læra hrabba, það eru ekki allir sem mundu nenna þessu eða hafa sjálfsaga í þetta. ég hef fulla trú á þér og ég veit að þú tekur þetta núna.
svo er ég alveg sammála þér með þennan ísbjörn, ég er líka aðeins ´buin að vera að lesa mbl í vinnunni (skamm hehe) og ég segi að það var gott að drepa hann svo hann mundi ekki gera öðrum mein en samt hugsar maður líka, þurfti að drepa hann? mundi hann gera einhverjum mein .. en kannski var þetta bara best svona ?
en jæja ég ætla að fara að ganga frá í vinnunni og undirbúa mig undir að hjóla heim .. úff
hlakka til 14 júní að hitta ykkur gellurnar mínar
verðum í bandi .. kiss og knús Hædí
Heiða Björg (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 17:26
Æji takk fyrir að hafa trú á mér Heiða mín, it means a lot!
En æji já maður spyr sig með þetta
Já við gerum eitthvað fun þegar ég er búin í prófinu er haggi? mig langar allavegana heví mikið að sletta aðeins úr klaufunum með ykkur 3
Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir, 6.6.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.