Sódóma
27.5.2008 | 13:40
Jæja þá er maður kominn í borg óttans, brjálað stuð... Adda og Margrét komu með mér suður sem var mjög gaman, það er svo leiðinlegt að keyra enn. Það var reyndar bongó blíða þegar við vorum á leiðinni og þvílíkur hiti! Og loftkælingin í bílnum mínum er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir sko. Svo fyrsta daginn sem maður vaknar hérna þá er bara skíta kuldi og skýjað og afskaplega óspennandi veður, svo heyrir maður bara af Spánar veðri þarna fyrir norðan. Það er reyndar ágætt að það sé svona veður hérna, maður nennir ekki að læra ef veðrið er of gott sko
En já ég er búin með 2 daga af þessu námskeiði sem hafa bara verið fínir. Mér til mikillar ánægju var Steinþóra þarna líka þannig að maður þekti einhvern. Ég á svo nottlega að vera að læra núna en það vanntar eitthvað smá uppá einbeitinguna. Mín bara sofnaði áðan og læti Ég er í því núna að læra stærðfræði sem mér finnst nú bara lúmskt skemmtileg
ég er bara eitthvað þreytt, ég verð að reyna að komast yfir það...
Ég er svo alveg búin að ákveða það að þegar prófið er búið þá er ég á leiðinni beinnt í Kringluna eða Smáralindina (sem er hérna beinnt fyrir ofan hjá Öddu) eða bara bæði að versla mér FÖT!!!!! svo þarf ég líka að kaupa eitthvað handa Damma í afmælisgjöf, kallinn á afmæli á morgun
eru einhverjar hugmydnir? ég er alveg tóm...
En jæja þetta er nú hund leiðinlegt blogg, þið bara verðið að fyrirgefa. Nú dríf ég mig bara í því að læra!
Chå
Athugasemdir
já farðu svo beint í smárlind eða kringluna og verslaðu þér eitthvað, þú ert búin að vera svo dugleg ..átt það alveg skilið !:)
en hhmm hugmynd að afmgjöf handa damma ? veit ekki .. læt þig vita ef mér dettur eitthvað rosa sniðugt í hug ;)
þú ert skrýtin að finnast bara lúmskt gaman að læra í stæ ..ég vildi að ég hefði þessa hugsun líka, ég verð að fara að finna hana hjá mér fyrir haustið ..hehe
jæja .. við verðum í bandi á msn og email meðan þú ert í borginni
lov hædí
Heiða (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:41
Takk fyrir það elskan:*
Það er svo agalega erfitt að velja gjafir handa þessum blessuðu köllum, það er miklu auðveldara að gefa konum gjöf:p
En já þetta er allavegana ekki eins leiðinlegt og ég hélt:) hehe Já það kemur pottþétt hjá þér
við verðum í bandi:*
Hrabba (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.