Eurovision í kvöld og allt að gerast
24.5.2008 | 14:45
Þetta er nú alveg að lyppast niður hjá mér, en það fer kannski eitthvað að lagast.
Eigum við eitthvað að tala um hvað Eurobandið stóð sig vel! ok ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég nú ekki alveg að fíla lagið fyrst og svona en þau voru æðisleg. Það geislaði af þeim á sviðinu og þau voru mjög örugg og þetta var nú aldrei spurning miðað við framistöðuna. Svo er ég líka ánægð með að allar norðurlandaþjóðirnar komust áfram bara gleði gleði... Þetta verður mjög spennandi í kvöld.
En ég og Damian vorum að flytja úr fínu íbúðinni okkar núna erum við komin í litla gamla herbergið okkar hjá tengdó, þetta er svoltið erfitt sko, koma öllu draslinu sem við erum búin að safna fyrir og svona. Þá er reyndar mjög gott að eiga mömmu sem á 2 hús Í vikunni sem leið erum við bara búin að vera að mála, ÞRÍFA, pakka og flytja. Og þegar það var búið tók við að raða upp í herberginu og koma öllu fyrir, fara nokkrar ferðir á Grenivík annaðhvort að ná í dót eða fara með dót. Þetta er örugglega eitt það leiðinlegasta sem ég hef gert á minni ævi og maður á pottþétt eftir að gera þetta nokkuð mörgum sinnum... En við náðum að klára þetta í gær og ég ákvað að þrífa bílinn minn í leiðinni þannig að nú er allt voða hreint og fínt.
Svo fer sko að líða að prófinu! Á morgun keyri ég suður og á mánudaginn byrjar námskeiðið. Ég er ekkert smá kvíðin fyrir þessu öllu saman, en ég vona að þetta bjargist allt og að ég komist inn!!! Ég er samt mjög fegina að Adda ætlar að koma með mér suður aftur, þá þarf ég ekki að keyra ein
Athugasemdir
Áfram Ísland (og gangi þér vel í þínu)...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.5.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.