Tikktakktikktakk
29.3.2008 | 20:22
- Eigum við eitthvað að ræða það hvað það er orðið dýrt að lifa!? Maður þarf bara að fara að hjóla og lifa á núðlusúpum eða eitthvað! Þetta er svakalegt.. en við skulum nú vona að þetta fari skánandi..
- Annars er bara allt fínt að frétta. Ég er búin að fara aftur í fjallið sem var voða stuð! Fór meira að segja uppí strýtu og allt, sko mig Var líka þokklega þreytt eftir það ævintýri
- Ég læt mig bara enn dreyma um að fara til útlanda og slappa af á einhverri sólarströnd og verlsa mér föt og skó og töskur og skartgripi og bara allt! En ætli það verði ekki að bíða betri tíma. Langar líka í klippingu og litun og plokkun og litun! En jæja þýðir nokkuð að kvarta og kveina endalaust?
- En tölum um annað, ég var að horfa á Bandið hans Bubba í gær sem er ekki frásögu færandi en Palli var gestadómari, og mér finnst hann svo mikill snillingur! Það er líka eitthvað vit í því sem hann segir þegar hann er að gagnrýna fólk. Hann segir eitthvað hjálplegt og uppbyggjandi hann er lang flottastur að mínu mati!
- Við erum samt að tala um það að snjórinn hefur ekki farið í allavegana mánuð!!! Það er reyndar mjög fínt að hafa snjó þegar manni langar í fjallið eða á snjósleða en það verður líka mjög gaman að fá sumarið og jafnvel sletta aðeins úr klaufunum. Kannski taka eins og eina útilegu, hvað segiði stelpur?
- Ég er búin að setja inn nokkrar myndir inná http://www.myspace.com/hrabbabj úr interrailinu sem ég var að fá hjá Sigrúnu núna um dagin:)
Athugasemdir
vuhu, ég var ekki búin að sjá þetta blogg !:)
en já segðu, ég er alveg sammála þér með hvað það er orðið dýrt að lifa ! það er alveg hræðilegt sko :/
útilega já takk! ég er alveg til í eina slíka , við verðum að plana þetta því við 4 erum frægar fyrir það að vera frekar uppteknar alltaf .hehe ;)
sjáumst á fös í þrekinu
knús ;*
Heiða (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.