Páskakanína
22.3.2008 | 13:19
Gleðilega páska allir saman
Ég og Adda fórum í fjallið í gær (loksins að maður dreif sig) og það var ekkert smá gaman. Þetta var samt svoltið ævintýri. Þegar maður var að keyra uppeftir var bara hleypt bílunum upp í hollum, þannig að maður var svoltið lengi stopp og fór svo bara rétt aðeins áfram sem er nú kannski ekki alveg til frásögu færandi. Nema það að kagginn minn er eitthvað að bila. Hann byrjaði nebblega að ofhita sig!!!! Ég fékk svona nett í magann því seinast þegar þetta gerðist, fór hitamælirinn alveg upp og það byrjaði að rjúka úr bílnum og vatnið úr vatnskassanum flæddi útum allt. En við sluppum, ég þorði nú ekki annað en að leggja lengst í burtu í fyrsta stæði sem ég fann svo við myndum nú ekki lenda í neinu veseni, þannig að við byrjuðum á því að arka þarna upp með brettin og ég byrjaði nú bara strax að svitna þá
Ég var svona næstum því búin að gleyma því hvað það er gaman að fara. Við vorum nú ansi smeykar um að við værum búnar að missa þetta allt niður en okkur til mikillar furðu stóðum við okkur ágætlega. Þetta var samt svoltið erfitt sko. Og aðal vesenið var að komast úr stólalyftunni, hehe í eitt skipti vorum við fara með einhverjum 2 strákum í lyftuna sem við þekktum nú ekkert og á leiðinni úr lyftunni reif Adda í annan strákinn (við vorum nebblega hálf valtar). Svo í eitt skiptið fórum við með 2 konum og ég var nú ekki svona nett á því eins og Adda, ég gjörsamlega rann á konuna við hliðina á mér sem endaði með því að við láum báðar kylliflatar!!! Mynnti svoltið á Brigdet Jone's En þetta var góður dagur!
En ætla ekki allir að djamma eins og brjálæðingar um páskana? ég held að ég verði nú hálf léleg núna þar sem ég er að vinna í kvöld og annað kvöld og bara nenni ekki neinu. Ég er reyndar orðin eitthvað óróleg. Mig langar að fara að gera eitthvað. Taka smá stelpu djamm fljótlega, Heiða og Tinna? Eftir 15. apríl er ég klár í slaginn (ef ég verð í fríi)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.