Helgin
16.3.2008 | 21:11
Við erum að tala um það að við fórum í leikhús á föstudagskvöldið, ég, Damian, Magdalena, Gosia og Stebbi og ÞVÍLÍK SNILLD!!! ég hló og hló og hló allan tíman hér um bil. Ég mæli alveg með þessu leikriti 100%. Maður verður bara að passa sig að gera sér ekki vonir en ég var alveg að fíla þetta
Á föstudaginn kom líka lítill prins í heiminn Harpa frænka og Björgvin voru að eignast lítinn strák sem er bara æðislega sætur! Við fórum og kíktum á þau á laugardaginn og þau voru bara flott.
Svo í dag, sunnudag, fór ég í fermingaveislu til Axels frænda sem var bara fínt:)
Þetta var alveg mögnuð helgi sko... Við stelpurnar erum líka að spá í því að fara að plana eitthvað djamm, ég er bara strax farin að hlakka til! langar svo í Mojito!!!!!!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.