Life
5.3.2008 | 20:26
Halló,
það er nú kannski ekki mikið að frétta síðan síðast. Það var dekur dagur hjá Víðihlíð föstudaginn 22. feb og það var algjör snilld! Við fórum í pottinn í Abaco og gátum valið um andlitsmaska, nudd, að fara í ljós og svona. Svo fóru sumar í blokkun og litun eða fótsnyrtingu. Ég fór bara í pottinn og fékk nudd, algjör snilld! Eftirá fórum hittumst við og borðuðum geggjað góðan mat sem 2 skvízur voru búnar að elda:D svo endaði partyið á Vélsmiðjunni þar sem Geirmundur var að spila ég stoppaði reyndar ósköp stutt þar...
Svo seinustu helgi byrjaði ég á því að hitta Tinnu og Heiðu á Amour á fimmtudeginum, á föstudeginum fórum við svo nokkrar gellur úr Glerárskóla út að borða á Greifan og svo heim til Hörpu og á laugardeginum var svo Árshátíð Akureyrarbæjar og þar var sko stuð! Við hittumst af deildinni heima hjá saumakonunni fyrir og þar bauð hún upp á einhvern drykk sem hún keypti einhverstaðar í útlöndum og hét Grappa eða eitthvað þvílíkt! þetta var bara svona eitt staup og mín nottlega skellti þessu í sig og þvílíkur VIÐBJÓÐUR!!! svipurinn á mér var ábyggilega svakalegur.... en það var mikið drukkið og mikið gaman.
En annars þá er ég alveg uppgefin í augnablikinu og rugluð í hausnum bæjó
Athugasemdir
Við höldum bara áfram að láta okkur dreyma um sólina og öll fötin sem bíða eftir okkur í búðunum :/ hehe ..
ég væri líka alveg til í fara í heitan pott og fá nudd ... mmm
knús hrabba mín , við sjáumst i fyrramálið í þrekinu (guð veri með okkur)
Heiða (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:22
Gamangaman....takk fyrir samveruna á fimmtudeginum og nottla föstudeginum líka:)
Verðum svo að fara að hittast e-ð meira gellurnar jafnvel vera kærulausar og kíkja e-ð á djammið:)
Tinna Eik Rakelardóttir, 12.3.2008 kl. 12:11
Já Heiða við verðum bara að láta okkur dreyma:(
En við förum bara í pottinn á fös og nuddum hvor aðra, hehe smá djók;)
Og Tinna já hvernig væri það að slá þessu bara uppí kæruleysi og kíkja á djammið???
Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir, 12.3.2008 kl. 13:36
Já nú lýst mér á hröbbu !! er farin að biðja um að fara á djammið ...vuhúúú
hehe
þetta gengur ekki lengur með okkur þrjár ..við erum nú varla svona uppteknar að geta ekki hist eitthvað ..reyndar er Tinna að stinga af til rvk í dag og kemur ekki fyrren á páskadag ! en við verðum að taka eitthvað djamm bráðum, eða bowling bara (sjitt þessir kallar eru svo fyndnir)
Heiða (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:07
Já ég er sko alveg til í djamm hehe!
En við gerum allavegana eitthvað þegar Tinna kemur í bæinn aftur
Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir, 14.3.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.