Frí
20.11.2007 | 13:32
Ég ætla aðeins að taka mér frí frá blogginu enda ekkert skemmtilegt að frétta! Ég er að vinna helv... aðfangadagskvöld frá 15-23 og svo jóladag frá 08-16, geggjuð jól! Svo var ég að reyna að pannta mér tíma í klippingu og litun áðan og það er nottlega allt orðið upppanntað en ég gat ekkert panntað fyr því ég var ekki búin að sjá helv... vaktaskýrsluna!Þannig að ég fer bara í klippingu 4. des sem verður orðið ógeð um jólin, enda ekki að það skipti máli, ég get alveg eins slept þessum andsk..... jólum!
BLESS
Ps. Kötturinn minn er enn týndur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Athugasemdir
ÆÆ ég samhryggist þér innilega vegna kisa og nottla jólanna líka...ekki gaman að vera að vinna á jólunum held ég!!
En takk fyrir gærkvöldið:)
Tinna Eik Rakelardóttir, 22.11.2007 kl. 12:12
Hæ :) ákvað að kvitta fyrir mig :)
Leiðinlegt með jólin! Var nú ljúft að vera í MA þannig að maður gat notið þess að vera í fríi
Hafðu það sem allra best :)
Hrefna Hrund (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:43
Hææ sæta wow ég myndi seigja upp sko hehhe ég myndi ekki meika vinna á jólunnum PIRRRANDI ....... ætlaði bara henda kveðja á gelluna verð að fara drífa mig norður og hitta skvísurnar...
Ragna steina (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:43
Hæ elskan, ég trúi varla að Lilo sé ennþá týnd :/ litla greyið ..
ömurlegt með jólin, ég hélt bara að það væri alltaf skipt vöktunum á aðfangadagskvöldi í tvennt, urr ég yrði brjál sko !!
en hafðu það samt gott elsku hrabba mín ... knús :*:*
Heiða Björg (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:59
ég er svo hneyksluð á þessum kellingum á Hlíð að það hálfa væri hellingur! ég bara á ekki til orð!
en aumingja litla Lilo, vonandi fer hún nú að koma í leitirnar þessi elska....stóóóórt knús á elsku Hröbbuna mina :*
Adda (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 18:46
JEsus minn! þetta er ástæðan fyrir því að ég myndi varla meika að vera hjúkka! vinna á aðfangadag og jóladag í þokkabót.. en vá ég finn til með þér... vonandi verða bara áramótin alveg dúndur hjá þér..
hafðu það gott elskan ;)
Pála Dröfn (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.