Afsakið
17.9.2007 | 13:12
Ég er nú búin að vera ansi léleg í þessu bloggi. Það er vegna þess að ég og Damian vorum að flytja í nýja íbúð Við erum byrjuð að leigja í Akursíð 4 sem er bara snilld! Við erum ekkert smá ánægð með þetta. Mamma er búin að láta okkur hafa næstum allt! Sófa, sófaborð, sjónvarpskáp, eldhúsborð og stóla, ísskáp, uppþvottavél, þvottavél, svefnsófa í litla herbergið og fullt af svona litlu dóti, eldhúsáhöldum og svoleiðis. Það eina sem okkur vantar er gott rúm! Við eigum bæði rúm sem eru 1.20 sem er ekki aldeilis að gera sig!!! og þau eru líka bæði orðin hálf léleg þannig að núna er það bara að safna sér fyrir góðu rúmi svo ég hætti nú að hrinda Damian framúr hehe... En íbúðin er alveg frábær. Það er meira að segja gestaherbergi og allur pakkinn.
Annars er nú búið að vera voða lítið að frétta. Ég fór nú loksins í klippingu og litun og þorði nú ekki að fara í dökkt, kannski næst. Og un helgina var ég að passa bræður mína sem eru nú meiri skæruliðarnir! En við fórum í bíó, sund, heimsókn til ömmu og afa, heimsókn til langömmu og leigðum DVD þannig að þetta var bara ágæt helgi. Svo verð ég að vinna næstu helgi.
En þetta verður bara stutt í dag, ég þarf að drífa mig og kaupa hitt og þetta, klósettbursta og svona skemmtilegt. Verið dugleg að kvitta
Athugasemdir
Hæ elskan mín! Magnað að þið séuð flutt, hlakka til að kíkja á ykkur! Það er svo gaman að byrja búa, einmitt að kaupa klósettbursta og annað "óþarfa" :D Hafið það gott
Sigrún Ingveldur (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 20:26
jahá!
vissi ekki af nýju síðunni, heimska Dagný var að skoða interrail síðuna og bara svona mundi eftir hinni síðunni svo allt í einu og endaði á þessari !
til hamingju Hrabba min með trúlofunina! og Damian auðvitað líka! þið eruð flott saman og hafið líka alveg sýnt að þið eruð góð saman
vona að allt sé gott og frábært og að hárið þitt sé æði þig er búið að hlakka svo til þannig að það hlýtur að vera flott, frábært og æðislegt hehe
hafið það gott og látið sjá ykkur oftar í bíóinu (helst á mán eða fös því þá er eg að vinna haha)
Dagný B (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 08:30
Hæ sæta mín, bara að skilja eftir smá spor**
Karen (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:48
hæ elskan mín..til hamingju með íbúðina,eg verð að sjá hana þegar eg kem norður..hvenær sem það verður nú hehe. það er svo mikið að gera að ég sé ekki fyrir endann á því
knús úr kópavoginum
Adda
Adda (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:24
hæ elskan, vá hvað það er langt síðan ég hef séð þig !
ég bjalla í þig á morgun eftir vinnu, ég er nefnilega í fríi um helgina, jibbí !;)
knús hædí
hædí (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:44
hae hae!
Vard ad kvitta fyrir komuna;) Langt sidan madur hefur sed thig! Eg er nuna i CA ad heimsaekja folkid mitt, kem heim a sunnud. Buid ad vera aedislegt her en thad er alltaf gott ad koma heim:) Vonandi hefuru thad sem allra best og kannski ad madur sjai thig eitthvad i borginni i vetur.
kv Ranna
Ranna (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.