Frí
20.11.2007 | 13:32
Ég ætla aðeins að taka mér frí frá blogginu enda ekkert skemmtilegt að frétta! Ég er að vinna helv... aðfangadagskvöld frá 15-23 og svo jóladag frá 08-16, geggjuð jól! Svo var ég að reyna að pannta mér tíma í klippingu og litun áðan og það er nottlega allt orðið upppanntað en ég gat ekkert panntað fyr því ég var ekki búin að sjá helv... vaktaskýrsluna!Þannig að ég fer bara í klippingu 4. des sem verður orðið ógeð um jólin, enda ekki að það skipti máli, ég get alveg eins slept þessum andsk..... jólum!
BLESS
Ps. Kötturinn minn er enn týndur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hmmmmm...skammskamm...
15.10.2007 | 11:58
Þetta er nú bara alveg að detta niður þetta blog hjá mér svona er þetta þegar maður er fluttur að heiman og hefur ekki efni á að borga fyrir netið sko.
En það er allt gott að frétta. Dammi er búinn að eignast lítinn bróa sem er algjör dúlla
Hann er svo sætur!
Svo er ég búin að týna kisuni minni:S hún fór út einn daginn og kom svo ekkert heim aftur:( ég vona að hún skili sér heim fljótlega litla greyið.
En jæja þetta verður ekki meira í bili, það er svosem ekkert nýtt að frétta. Maður er bara að vinna og læra:P
Kv. hrabba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Afsakið
17.9.2007 | 13:12
Ég er nú búin að vera ansi léleg í þessu bloggi. Það er vegna þess að ég og Damian vorum að flytja í nýja íbúð Við erum byrjuð að leigja í Akursíð 4 sem er bara snilld! Við erum ekkert smá ánægð með þetta. Mamma er búin að láta okkur hafa næstum allt! Sófa, sófaborð, sjónvarpskáp, eldhúsborð og stóla, ísskáp, uppþvottavél, þvottavél, svefnsófa í litla herbergið og fullt af svona litlu dóti, eldhúsáhöldum og svoleiðis. Það eina sem okkur vantar er gott rúm! Við eigum bæði rúm sem eru 1.20 sem er ekki aldeilis að gera sig!!! og þau eru líka bæði orðin hálf léleg þannig að núna er það bara að safna sér fyrir góðu rúmi svo ég hætti nú að hrinda Damian framúr hehe... En íbúðin er alveg frábær. Það er meira að segja gestaherbergi og allur pakkinn.
Annars er nú búið að vera voða lítið að frétta. Ég fór nú loksins í klippingu og litun og þorði nú ekki að fara í dökkt, kannski næst. Og un helgina var ég að passa bræður mína sem eru nú meiri skæruliðarnir! En við fórum í bíó, sund, heimsókn til ömmu og afa, heimsókn til langömmu og leigðum DVD þannig að þetta var bara ágæt helgi. Svo verð ég að vinna næstu helgi.
En þetta verður bara stutt í dag, ég þarf að drífa mig og kaupa hitt og þetta, klósettbursta og svona skemmtilegt. Verið dugleg að kvitta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jibbí
6.9.2007 | 14:13
Það er hátíð hjá mér ég hitti mínar yndislegu vinkonur í gær og þær gáfu mér pening í afmælisgjöf sem ég á að eyða í mig þannig að ég get farið í klippingu og litun og ég er að sjálfsögðu búin að panta mér tíma! Takk æðislega elskurnar mínar!!! Svo gaf Tinna mér líka alveg geggjað flott listaverk eftir sig sem ég er ekkert smá ánægð með! Við hittumst í gær og elduðum saman pasta sem við borðuðum held ég allar yfir okkur af! Loksins að við gerðum þetta stelpur mínar og það vantaði bara 4. hjólið það var alveg kominn tími á gott spjall og svona!
Vá ég er samt eitthvað rugluð, mig fór að dreyma um það í nótt að ég væri nýbúin í klippingu og litun og var svo ánægð. Ég er líka ekki búin að fara í 5 mánuði sem hefur aldrei gerst áður!!! en þá kemur ein spurning, dökkt eða ljóst!?
Endilega smá hjálp takk
Og kvitta svo!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Alltaf að prufa eitthvað nýtt
1.9.2007 | 13:41
Mig langaði enn og aftur að prufa nýja bloggsíðu ég veit ekkert hvort þessi eigi að vera eitthvað betri en hinar en mig langar samt að prufa þetta þannig að á næstunni ætla ég að minnsta kosti að blogga hérna. Ég er búin að setja inn nokkrar myndir úr interrailinu sem eru hérna neðar á síðunni. Ég ætla nú líka að vera aðeins duglegri að blogga heldur en ég hef verið og núna ætla ég bara að gera nokkra punkta um hvað hefur verið í gangi undanfarið:
- Ég átti afmæli
- Við Damian trúlofuðum okkur (á afmælis daginn)
- Ég fór á króksmótið að horfa á litla bróður minn keppa í fótbolta og hann var ekkert smá flottur
- Passaði endalaust fyrir mömmu
- Ég og Damian fórum til Breiðdalsvíkur til pabba hans og höfðum það gott
- Fór í stelpu party til Helgu
- Fór með stelpunum niðrí bæ
- Byrjaði að vinna á Hlíð og mér líkar það mjög vel
- Ég og Damian erum búin að vera að leita okkur að íbúð og höfum ekkert fundið
Svo það sem mig langar að gera:
- Finna litla sæta íbúð sem við getum leigt!!!
- Fara í klippingu og litun!
- Fara í plokkun og litun!
- Kaupa fullt af fötum!
Jæja þetta er fínt í bili en ef þið vitið um litla íbúð, kannski 50-60fm þá endilega látið mig vita! þetta er ekkert að ganga hjá okkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)