Haustið að skella á...

Jæja þá er maður kominn heim tl Akureyri og ég byrja að vinna aftur á eftir. Fyrsti dagurinn eftir svona frí er alltaf erfiðastur:p en það verður gott að fara að fá útborgað, er nefninlega búin að vera í launalausu fríi í 1 mánuð!! En það er búið að vera mjög gott, það var algjör snilld að vera með mömmu á Sigló, bara að geta dúllað sér svona og svo fórum við alltaf í sund á kvöldin. Algjör snilld. En við komum heim á föstudagskvöldið og það var líka mjög gott að knúsa Damma.

Á laugardaginn kíktum við aðeins í bæinn, fyrst um daginn og svo fórum við aftur um kvöldið og hlustuðum á Bubba og sáum svo einhverja tjáningu hjá menningarhúsinu...

Ég og Damian fórum svo í mat til mömmu á Grenivík á sunnudagskvöldið og ég og Damian vorum búin að lofa Baldvin og Kela að fara í fótbolta með þeim, ég og Baldvin á móti Damian og Kela og ég komst að því að ég kann ekkert í fótbolta og ég hef EKKERT þol!! nú verð ég að fara að kaupa mér kort í ræktina, svona þegar ég fæ útborgaðPolice
Svo í gær fór ég aftur á Grenivík til að hjálpa mömmu að gera til fyrir mig og Damian í Vallholti (húsinu sem mamma og Ingvi eru búin að vera að gera upp á Grenivík). Við ætlum að fá að vera þarna eitthvað, þæginlegt að geta farið þarna og verið bara tvö. Þetta er allt glænýtt, þau eru búin að gera allt upp og þetta er þvílíkt flottGrin

Svo eru gleðifréttir!!! Hulda litla frænka eignaðist strák í gær!! 17 merkur og 54cm, stór strákur. Æji þetta er svo gaman. Mig dreymdi í nótt að ég og Damian ættum lítinn strák, mér fannst hundleiðinlegt að vaknaUndecided hehe...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyri ég klingja í einhverjum eggjastokkum þarna fyrir norðan?? hehe  djók

vonandi kemst ég norður sem fyrst, ég sakna þin eitthvað svo...hafðu það gott elskan min..við verðum svo að fara að heyrast!

Adda (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir

Ég held að ég verði bara viðurkenna það já:p hehe nei bara pínu:D

En já ég vona það líka, sakna þín líka elskan:*

Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir, 8.9.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband